46. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. febrúar 2014 kl. 09:31


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 10:02
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:31
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:38
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:55
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:31
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:31
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:31
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:31
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:39

Guðlaugur Þór vék af fundi kl. 10.25.

Nefndarritari: Jón Magnússon

Bókað:

1) 306. mál - markaðar tekjur ríkissjóðs Kl. 08:52
Á fundinn mættu frá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson og frá SA Þorsteinn Víglundsson og Hannes Sigurðsson.
Rætt sérstaklega um mörkun tryggingargjalds.

2) Fulltrúar í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra Kl. 10:25
Lagt til að formaður fjárlaganefndar taki sæti í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. Samþykkt af öllum viðstöddum fundarmönnum.

3) Önnur mál Kl. 10:28
Samþykkt af öllum fundarmönnum að senda bréf til ráðuneyta vegna framkvæmdar fjárlaga 2014.

4) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 10:41
Fundargerð samþykktu Vigdís Hauksdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Ásmundur Einar Daðason, Bjarkey Gunnarsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Haraldur Benediktsson, Karl Garðarsson og Valgerður Gunnarsdóttir.

Fundi slitið kl. 10:45